Þjóðbók
Tómas Guðmundsson
tommiskald.blog.is
Mikið er nú rokið í henni Reykjavík alltaf velkomið og indælt.

Annað en skítablásturinn í Kópavoginum, fimbulgarrinn í Mosó eða andfúlt fjúkið úti á Nesi.
Tómas Guðmundsson
Ég vissi að vesalings borgin mín
værorðin óttalegt hrörgreni
en helvíter hart ef að strætin þín
heiteftir fíflinu Jörgeni.
 
Tómas Guðmundsson
Guðdómleg er gervöll byggðin
glæsta; Reykjavíkurborg.
Vik er frá því viðurstyggðin
viðbjóðslega, Ingólfstorg.
 
Tómas Guðmundsson
Með kvíðagaul í görnum mér
ég geng í djúpum þönkum
um stræti fyllt blóðsognum bönkum.
Það hryggir mig og hjartað sker
að hafa ekki tölu
á fasteignasölum til sölu.
 
Tómas Guðmundsson
Óskaplega eru hálfbyggðu háhýsin í henni Reykjavík fögur á að líta. Líkust ókleifum, holum hraundröngum. Og ekki spillir blessað dritið úr strjálvængjuðum borgarmávinum fyrir þar sem það lekur seiðandi niður svarta hamraveggina.

Maður fær nú bara gæsahúð – og meira til.
 
Tómas Guðmundsson
Mér er sama hvað fólk segir og tuðar. Hálf- og óbyggðu hverfin og stórhýsin í henni Reykjavík eru þau fegurstu sem ég hef augum litið.
 
Tómas Guðmundsson
Á nú ein skitin stytta af mér ræflinum að heita karllæg og einstaklingsupphefjandi? Og stirð?

En ekki hvað? Þetta er fokkings stytta.

Þessir roðamaurar í borgarstjórn geta nú bara troðið þessum „anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list“ uppi í opinbera rýmið á sjálfum sér.
 
Tómas Guðmundsson
Með Rússagulli Róman
reisir bústað fróman.
Ég vona að verði úr
Vaðlaheiðarvegavinnu-
verkfærageymsluskúr.
 
Tómas Guðmundsson
Hver hefði trúað því fyrir hundrað árum síðan, að líf gæti þrifist á jafn eyðilegum ömurðarbletti og Hafnarfirðinum?

Sjálfur trúi ég því ekki ennþá.
 
Tómas Guðmundsson
Það má nú margt segja ljótt um blessaða rónana í henni Reykjavík, en ólíkt eru þeir nú samt huggulegri og betur til hafðir en ólukkans ógæfupakkið í Kópavogi og úti á Nesi.

Og betur eygðir.
 
Tómas Guðmundsson
Auðvitað er alltaf leitt að sjá reisuleg hús í niðurníðslu, útkrotuð og glerbrotin. Uppfyllt ógæfusömu fólki og hlandlykt.

En það breytir því ekki að niðurníddu grenin í henni Reykjavík eru fegurstu niðurníddu greni veraldar.

Og hlandlyktin klárlega sú sætasta á byggðu bóli.
 
Tómas Guðmundsson
Djöfull er langt síðan ég komst síðast í góðan skemmtistaðasleik.

Svo hittir maður bara Kjartan Gunnars á djamminu!
 
Tómas Guðmundsson
Æ hvað ég vildi að menn hættu nú að karpa þetta um borgarmálin sínkt og heilagt. Menn ættu heldur að líta út um glugga og horfa yfir á borgina okkar dásamlega fögru og yndislegu - og þakka guði, forsjóninni og öllu þeirra hyski fyrir að búa ekki í moðerfokking Garðabænum.
 
     1, 2  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Ég hef fulla samúð með sjálfstæðisbaráttu þeirra Tíbetlinga – þó það nú væri. En fjandakornið, hvernig á nokkur að taka alvarlega menn sem raka af sér allt hárið og spranga um í appelsínugulum kjólum? bartalausir og berleggjaðir?

Hvur ætlu séu viðurlög við því að skjóta skunk? Eða mörð?

Þeir hafa nokkrir verið að sniglast hér í bakgarðinum undanfarið. Og haldið fyrir mér vöku.

Óskaplega getur fólk fjargviðrast yfir smámunum. Nú halda sjálfskipaðir predikarar hvorki froðu né vatni yfir litlu bókinni ljótu um léttklæddu blökkusnáðana seinheppnu.

Hvað næst? Ætla íturvaxnir albínóar að láta banna Moby Dick?

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA