Þjóðbók
E. Aaron Presley
elliprelli.gracelandblog.us
Sullaði hnetusmjörsbananavalíumsjeik yfir pallíettunáttfötin mín! Hjálp - einhver!
E. Aaron Presley
Ahaha! Ohoho! Úmm jei - æmólsjúkopp!
 
E. Aaron Presley
Hafið þið prófað að syngja hartbreikhótel með munninn fullan af mæjónesi? Sjúklega fyndið.
 
E. Aaron Presley
Gallon af rjómaís. Stór krukka af hlynsýrópi. Hálft kíló af muldum salthentum. 8 stór snikkers/mörs, niðurskorin. 4-12 muldar íbúfen (eftir smekk). Öllu hrært vel saman. Djúpsteikt. Hrært aftur. Drukkið úr háu glasi.

Sumum finnst gott að hafa sellerístöngul með þessu. Upp á hollustuna.
 
E. Aaron Presley
Auglýsi hérmeð eftir góðu húsráði til að ná hnetusmjöri úr börtum. Sumir segja að maður eigi ekki að baða sig upp úr hnetusmjöri - maður eigi bara að borða það. En þetta er bara það eina sem ég leyfi mér.
 
E. Aaron Presley
Hver hefði trúað því að djúpsteikt pylsubrauð með hnetusmjöri og hlynsýrópi færu svona vel með snikkerssmúðí? Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Újebeibí!
 
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Mylsnudreifari fékk eftirfarandi símskeyti frá „Mylsnufan,“ sem er duglegur að gauka að mylsnudreifara ambögum, mismælum, mistökum og öðrum fábjánahætti fjölmiðlamanna. Hafi hann þökk fyrir að leggjast á skófluna með mylsnudreifara við flórmoksturinn í fjölmiðlafjósinu:

„Undirritaður hlustaði, sem oftar, af athygli, á hinn frábæra útvarpsmann Sigga Hlö, síðastliðinn laugardag eins og alla aðra laugardaga. Þar fer mikill meistari orðsins; tungulipur með afbrigðum, hnyttinn, orðheppinn, raddþýður, með öllu ambögulaus og sífellt á varðbergi þegar kemur að hinu talaða íslenska máli. Eitt fer þó jafnan í taugarnar á Mylsnufan þegar Sigurður kveður. Segir hann þá undantekningalaust „Hlö át... “ Aldrei fáum við hlustendur og skattgreiðendur þessa lands hinsvegar að vita hvað Hlö (Sigurður sjálfur semsagt) át. Hvað át hann? Mylsnufan stendur á gati og væri gott ef Sigurður sýndi hlustendum og skattgreiðendum þá virðingu að klára setninguna. Eða hvað finnst Mylsnudreifara?“

Jú, Mylsnudreifari tekur undir ábendingu Mylsnufans og leggur til að umsjónarmaður þáttarins Veistu hver ég var? segi af sér eða skipt verði um umsjónarmann tafarlaust. Eins og stjórn Ríkisútvarpsins og raunar alla starfsmenn í afneitunar- og amböguhöllinni í Efstaleiti.

Ég má til með að minna lesendur míona á hina frábæru bók L.I. Reichenau; Neuland, Umrisse eines Weltildes. Ekki er nóg með að höfundur tali um lífið sem hleðslu, líkt og ég - heldur ræðir hann mikið um grundvallarhugtök, sem ég hef nefnt lífaflsvæði og lífstarfsíleiðslu - og svo auðvitað sjálfsagt framhaldslíf á öðrum jarðstjörnum. Geggjuð bók sem maður leggur ekki frá sér.

Aumínginn hann Jónas er samur við sig. Klínandi uppá mann einhvurjar fabúleríngar og upplognargróusögur. Ég ætti máski að rifja upp þegar téður Jónas bauð ónefndum frammámanni í framóknarflokknum ársbirgðir af kókómjólk og prinspólói gegn því að fá að fara á Í djörfum dansi með systur hans. Það mátti heyra soghljóðin og túnguskylmíngarnar af aftasta bekk lángt fram í anddyri það kvöld.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA