Frétt — Enter — 27. 10. 2015
Spánarsnigillinn kominn á kreik
Spánarsnigillinn heldur sér ótrúlega vel, miðað við að vera orðinn næstum 400 ára.

Spánarsnigillinn, þetta óvinsæla og illþolandi sníkjudýr, lét loks sjá sig nú seint í október, en ekkert hefur spurst til hans lengi.

Spánarsnigillinn er slepjulegur og sérlega óviðkunnanlegur. Hann fer hægt yfir en nær einhvernveginn alltaf að gera heilmikinn óskunda hvar sem hann kemur. Hann veldur miklu óþoli hjá flestum sem hann kemst í snertingu við og getur framkallað heiftarleg ofnæmisviðbrögð hjá ólíklegasta fólki.

Besta ráðið gegn spánarsniglinum er að leiða hann algerlega hjá sér. Enda skríður hann oftast aftur ofan í súrmyrkvaða holu sína sé hann ekki virtur viðlits.

Pabbi þarf að vinna

Köntrískífan Pabbi þarf að vinna er komin í verslanir okkar. Ath. vegna gífurlegrar eftirspurnar er aðeins boðið upp á eina skífu á mann - konur og börn ganga fyrir.

Karnabær.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir:
25. 10. 2015 — Enter

Landsfundir tveggja áður þjóðþekktra stjórnmálaflokka voru haldnir um helgina á ólíklegustu samfélagsmiðlum. Fundur Sjálfstæðisflokksins fór vel fram, enda öllum fyrrum formönnum …

23. 10. 2015 — Enter

Fyrsti lautinant í FramHuld, félagi herskárra framsóknarálfa og flugvallarsinnaðs huldufólks harmar ummæli formanns fjármálanefndar, Vigdísar hvaðhúnnúheitiraftur. „Mér finnst ansi aumt að …

22. 10. 2015 — Enter

Par á sjötugsaldri gekk í kvöld fram á yfirgefinn keilusal í Öskjuhlíð. Salurinn var hulinn lúpínu og öðrum gróðri, en virtist …

11. 5. 2015 — Enter

Tveir karlmenn, Hannes og Jens, fundust í morgun í kjallaraíbúð í austurbænum. Svo virðist sem þeir hafi báðir farið í …