Geysir var margoft valinn erótískasta náttúruperla heims á árum áđur.

Goshvernum Geysi verđur á nćstunni breytt í stćrstu rjómasprautu heims.

Goshverinn hefur látiđ lítiđ á sér krćla undanfarin ár. Ţví leita menn nú leiđa til ađ gera hann meira ađlađandi, enda erfitt ađ réttlćta gjaldtöku af fáfróđum ferđamönnum fyrir ađ skođa uppţornađa illa lyktandi holu.

Í hverinn verđur ađeins notađur íslenskur úrvalsrjómi og verđur hćgt ađ kaupa ţjóđlegar rjómaslettur, sem sprautast úr honum yfir nćrstadda, á um 30.000 kr. lítrann +vsk.

Myndin tengist fréttinni óbeint.

Kommentakerfi DV fékk í dag úthlutađ starfslaunum listamanna til níu mánađa.

Í umsögn úthlutunarnefndar segir ađ brýn ţörf sé á hlúa ađ kommentakerfum landsins sem sjálfstćđum listaverkum og ađ kerfi DV hafi fyrir löngu sannađ sig sem suđupottur skapandi skrifa og nýraunsćrrar fantasíu. Ţar ţrífist blómleg og ögrandi umrćđa sem ekki fái útrás annars stađar.

Vonast er til ađ fleiri kommentakerfi fái starfslaun á nćsta ári — og jafnvel einstakir kommentarar — sem geti svo í framhaldinu boriđ hróđur íslenskra kommentakerfa út fyrir landsteinana.

Svokallađur „listamađur“.

245 einstaklingar og verkefni fá í dag greidd starfslaun listamanna.

Sú breyting er ţó á úthlutuninni í ár ađ upphćđin er skilgreind sem fyrirframgreiddar bćtur en ekki sérstök laun.

Er ţetta gert til ţess ađ listamenn líti ekki of stórt á sig, forđist ađ státa sig af verkum sínum og fái hvata til ađ svipast um eftir alvöru vinnu.

Um leiđ eru listamennirnir gerđir bótaskyldir gagnvart ţeim listneytendum sem ekki skilja list ţeirra, eđa verđa fyrir óţćgindum vegna hennar.

Hér sjást blađabörn greina heimilissorp ţekktrar poppstjörnu.

Blađamannafélagiđ stóđ á dögunum fyrir fjölsóttu námskeiđi í sorpblađamennsku.

Fariđ var yfir hvernig greina má sorp frá almennu slúđri. Hvernig draga má fólk í rćsiđ. Hvernig best er ađ dreifa skít á netinu. Og hvernig best er ađ sturta mannorđi fólks niđur á skilvirkan hátt.

Ţađ voru einkum svokölluđ blađabörn sem sóttu námskeiđiđ en einnig eldri og reyndari blađamenn sem vildu forvitnast um hvernig fá má fólk til ađ lesa ţađ sem ţeir skrifa.

Margir ţekkja Halla og Lassa gegnum vefsvćđin leit.is og kistan.is.

Netstjörnurnar Halli og Lassi reyndu ađ fá múg af fólki til ađ mćta í Smáralindina nú síđdegis, til ađ taka ţátt í svokölluđu „stönti“.

Enginn mćtti. Ađ undanskildum forvitnum öryggisverđi og móđur Lassa, sem stödd var í verslun Hagkaupa fyrir tilviljun.

Ţeir Halli og Lassi eru báđir markađsmenntađir og reyndir viđburđastjórar og vinna nú hörđum höndum ađ ţví ađ greina hvađ fór úrskeiđis.

Notuđust ţeir viđ svokallađa „samfélagsmiđla“ til ađ ná til fjöldans, einkum ungs fólks. Og ţá einkum ICQ og MySpace — auk QR kóđa.

Herbert ćtlađi alltaf ađ verđa geimfarasnyrtir.

Herbert Tóbías Tóbíasarson, fyrrum bađvörđur og sálmaskáld ćtlar ekki ađ verđa útvarpsstjóri.

Ţetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu.

Hann segist heldur ekki ćtla ađ verđa biskup, ţjóđminjavörđur, bankastjóri, samgöngumálaráđherra, forstöđumađur Kattholts eđa leiđtogi Norđur-Kóreu.

Hann gćti ţó haft gaman af ađ spreyta sig sem ungfrú Ísland.

Kannast einhver viđ manninn?

Lögreglan lýsir eftir karlmanni á sextugsaldri. Hann er svartklćddur, međ rytjulegt sítt hár og hlífđargleraugu — og mikla sýniţörf.

Er taliđ ađ mađurinn hafi gert tilraun til ađ eyđa áramótunum hér á landi.

Ţađ virđist ţó ekki hafa tekist, ţví eftir ţví sem best er vitađ fóru áramótin fram án ţess ađ mađurinn nćđi ađ eyđa ţeim, eđa skađa á nokkurn hátt.

Mennirnir fengu sem betur fer nóg ađ drekka.

Tveir karlmenn á nírćđisaldri leita nú réttar síns.

Ţeir pöntuđu báđir kjötbollur í brúnni sósu á ónefndum veitingastađ í gćrkvöldi. Rétturinn er í miklu uppáhaldi hjá ţeim báđum.

Í morgun hafđi hann ekki enn borist og tóku mennirnir ţví ađ ókyrrast.

Undir hádegi fóru ţeir svo ađ leita. Án árangurs.

Strákarnir í Manowar á góđum degi.

Hljómsveitin Manowar (ísl. Mannlegt stríđ) horfir björtum augum á áriđ sem er ađ renna í garđ. Hljómsveitin sem vinnur eftir nýlýrískri ţunga­rokksstefnu hefur veriđ iđin viđ ađ semja nýtt efni — sem og hanna sviđsmyndir og búninga undanfarna mánuđi — enda telja ţeir ađ nú sé fćri á endurkomu.

Manowar sló í gegn á níunda og tíunda áratug síđustu aldar međ lögum eins og Stálhjárta, Guđirnir skópu ţungarokkiđ og Málmbrćđur — Fyrsti hluti. Telja ađdáendur sveitarinnar tugţúsund miđaldra hvítra karlmanna.

„Fólk er löngu komiđ međ nóg af rappi, teknói og Coldplay vćli, 2014 verđur ár stálsins,“ segir Joey DeMaio bassaleikari hljómsveitarinnar ákveđinn.

Ađdáendur sveitarinnar, sem heitir annađ hvort eftir fornu portúgölsku herskipi eđa marglyttutegund, munu geta séđ hana víđsvegar á tónleikum á árinu en rćtt hefur veriđ um ađ ţeir hiti upp fyrir Of Monsters and Men í nćstu tónleikaferđ ţeirra.

Peđiđ er hvítt og í engu frábrugđiđ fyrri taflmönnum ársins.

Taflmađur ársins var valinn í kvöld. Ađ ţessu sinni var ţađ peđiđ knáa, Davíđ 2, sem varđ fyrir valinu.

Ţađ kom einhverjum á óvart ađ drottningin var ekki valin, ţar sem hún er óvéfengjanlega besti, fjölhćfasti og öflugasti leikmađurinn á skákborđinu.

En peđin standa saman og höfđu betur, eins og jafnan áđur.

Enter

Ég sé ađ full­hátt­virtur forseti hins háa Al­ţingis er međ eitthvađ bakkaklór eftir ömurđ­ar­veisluna sem hann hélt á Völl­unum ađ viđ­stöddu fá­menni í gćr.

„Forseti Al­ţingis harmar ađ heim­sókn danska ţing­forsetans hafi veriđ notuđ til ađ varpa skugga á hátíđar­höldin og leyfir sér ađ trúa ţví ađ ţađ sé minni­hluta­sjónar­miđ ađ viđ­­eigandi sé ađ sýna danska ţing­­for­setanum óvirđ­ingu ţegar hann sćkir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Ţjóđ­ţingsins og dönsku ţjóđar­innar.“ — segir forseti.

Ég mót­mćli herra forseti.

Ţessi van­hugsađa og alls óvel­komna heim­sókn var hreint ekki „notuđ“ til ađ varpa skugga á fjöl­milljóna­partíiđ ţitt. Heiđurs­gesturinn flótta­legi sá alveg sjálfur um ađ varpa sínum skođana­myrka skugga á hátíđa­höldin og eyđi­leggja ţau gersam­lega.

Ţađ eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirđingu međ ţví ađ senda ţessa út­dönkuđu rasista­píu hingađ — og skömmin er ţeirra ađ púkka upp á hana sem ţing­forseta yfir­höfuđ.

Ţađ er nefni­lega míkró­minni­hluta­sjónar­miđ ađ halda ađ ţađ sé í lagi ađ dubba upp rauđ­klćdda rasista og leiđa til hásćtis á hátíđar­ţing­fundi á sjálfu Lög­bergi. Og ţađ ađ gera lítiđ úr gagn­rýni á ţetta skipulags­slys er ekkert annađ ómerki­legt yfir­klór og eftirá­mjálm.

Svo eiga menn bara ađ drullu­fruss­fretast til ađ biđjast af­sökunar á klúđrinu í stađ ţess ađ barma sér undan eđli­legum viđ­brögđum viđ ţessum skammar­lega undir­lćgju– og druslu­gungu­hćtti.

Góđar stundir.

SpiladósSkrípó
Ţjóđblogg

Baggalútur er eitt elsta vefsvćđi landsins. Stofnađ 12. júlí 1913. Viđ erum eini vefurinn sem býđur upp á vefslóđir á íslensku í öllum föllum eintölu; baggalútur.is, baggalút.is, baggalúti.is og baggalúts.is.

  • ? Vefurinn er allur prentađur á endurvinnanlegan pappír
  • ? Hafiđ samband um Facebook
  • ? Ţiđ getiđ beđiđ um óskalög á Spotify
  • ? Tilkynniđ um lífsmark á öđrum lífstjörnum á Twitter

Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA