Frétt — Enter — 10. 4. 2002
Powell hittir Arafat
Þeim Powell og Arafat kom ágætlega saman

Ariel Sharon gaf loks leyfi sitt fyrir því að Colin Powell, utanríkisráðherra heimsins, fengi að hitta Arafat, leiðtoga palestínumanna.

Sharon kom á fundi þeirra tvímenninganna í morgun og ræddust þeir við vel og lengi. Að sögn Powell var fundurinn afar gagnlegur og sagðist hann hafa komist að ýmsu um Arafat sem hann hafði ekki hugmynd um áður. "..ég vissi t.d. ekki að hann væri bróðir Saddam Hussein og ég vissi heldur ekki að hann hefði stútað drottningarmóðurinni bresku," sagði Powell að lokum.

Herbergi óskast

Reyklaus varhumar á þrítugsaldri óskar eftir að leigja herbergi með aðgangi að baði. Skilvísum greiðslum heitið.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: