Bandaríkjastjórn hefur endanlega tekist að skilgreina hugtakið hryðjuverk.
Skilgreiningin var kynnt á blaðamannafundi í dag og ítrekaði Bush forseti við þetta tækifæri að bandaríkjamenn væru góðir og að hryðjuverkamenn væru vondir.
Skilgreiningin er svohljóðandi : 'Hryðjuverk telst það og aðeins það verk sem vondir menn fremja á góðum mönnum og leiðir til dauða. Til góðra manna teljast allir Bandaríkjamenn (líka þeir sem forsetinn hefur óvart dæmt til dauða) og vinir þeirra, sér í lagi palestínugyðingar. Vondir menn eru oftast arabar og aðrir sem bera ódýr vopn'.
Að auki hafa Bandaríkjamenn innsiglað byggingu S.Þ. og sett ný og betri alþjóðalög sem veita 'góðum þjóðum' leyfi til að drepa allar 'vondar þjóðir'. Öðlast lögin þegar gildi. - ETR
Reykvíkingar
ekki gleyma að gefa ógæfumönnunum. Þeir eru jafn ósjálfbjarga að sumri til, ólíkt smáfuglunum.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.