Ómögulegt er að segja hversu margir komu saman á Austurvelli í dag til að mótmæla. Lögregla er gersamlega ráðþrota vegna málsins, fjölmiðlar gefa upp mjög misvísandi tölur — og þeir mótmælendur sem reyndu að telja komust fæstir hærra en í 50 án þess að ruglast illa.
Eini maðurinn á landinu sem getur með nokkurri nákvæmni talið allt upp að 10.000, Talningarmaður ríkisins, sá sér ekki fært að mæta í dag, þar sem hann var að strauja sokkasafn sitt og móður sinnar.
Skaufhali
Vel með farinn gulur skaufhali fæst fyrir lítið. Á sama stað fæst einnig heilleg lydda og lítill röndóttur froðusnakkur. Afgreiðsla vísar á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.