Frétt — Enter — 1. 5. 2013
1. maí verði frídagur Facebook-fíkla
Hér sést verkamaður strita við lestur ægilangs athugasemdahala.

Lagt hefur verið til að alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, verði framvegis frídagur Facebook fíkla — einnig alþjóðlegur.

Helstu rökin fyrir þessu eru þau að verkafólk í dag geri hvort eð er lítið annað en að hanga á samfélagsmiðlum í vinnunni — og eins þegar heim kemur.

Því væri mun nær að gefa því hvíld frá þessu nýja kúgunartæki hinna vinnandi stétta, með öllum sínum lækum, brosköllum, potum, leikjabeiðnum og athugasemdum á borð við „sæta-sæta“ og „flott hjá þér!“

Þegar hefur verið stofnaður hópur á Facebook sem skýrir fyrirkomulagið nánar.

Fyllibyttur

Fyllerí í kvöld, niðri í bæ. Fjölmennum.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: