Frétt — Enter — 10. 12. 2012
Íslensk erfðagreining verður útlensk erfðagreining
Kári þarf kannski eftir allt saman ekki að leika jólasvein í ár.

Útlendingar hafa keypt allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, fyrir fáránlega mikinn pening.

Munu þeir hafa látið freistast af haganlega sömdu bréfi sem forstjóri félagsins sendi fyrir nokkru, þar sem hann þóttist vera nígerískur prins í kröggum.

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á starfsemi, fyrirtækið mun áfram skila tapi og senda frá sér fréttatilkynningar þegar þeir fáu starfsmenn sem eftir eru finna eitthvað flippað, eins og t.d. gen sem stýra kynringlun, örvhendu, munalosta eða kaffiþorsta.

Nafni fyrirtækisins verður þó breytt — og heitir eftirleiðis „Útlensk erfðagreining“.

Foreldrar: Eyðið tíma með börnum ykkar

Mótmælaaðgerðir eru kjörið tækifæri til samveru barna og foreldra. Ráðumst saman á lögguófétin og björgum þannig börnunum frá drykkju og slæmum félagsskap.
Lýðveldisheilsustöð

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: