Frétt — Enter — 10. 12. 2012
Íslensk erfđagreining verđur útlensk erfđagreining
Kári ţarf kannski eftir allt saman ekki ađ leika jólasvein í ár.

Útlendingar hafa keypt allt hlutafé móđurfélags Íslenskrar erfđagreiningar, fyrir fáránlega mikinn pening.

Munu ţeir hafa látiđ freistast af haganlega sömdu bréfi sem forstjóri félagsins sendi fyrir nokkru, ţar sem hann ţóttist vera nígerískur prins í kröggum.

Ekki er gert ráđ fyrir breytingum á starfsemi, fyrirtćkiđ mun áfram skila tapi og senda frá sér fréttatilkynningar ţegar ţeir fáu starfsmenn sem eftir eru finna eitthvađ flippađ, eins og t.d. gen sem stýra kynringlun, örvhendu, munalosta eđa kaffiţorsta.

Nafni fyrirtćkisins verđur ţó breytt — og heitir eftirleiđis „Útlensk erfđagreining“.

Foreldrar: Eyđiđ tíma međ börnum ykkar

Mótmćlaađgerđir eru kjöriđ tćkifćri til samveru barna og foreldra. Ráđumst saman á lögguófétin og björgum ţannig börnunum frá drykkju og slćmum félagsskap.
Lýđveldisheilsustöđ

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: