Frétt — Enter — 11. 3. 2002
OZ kynnir nýja, byltingarkennda afurð.
Starfsmenn OZ sýna krítartöfluna stoltir

Starfsmenn íslenska tölvufyrirtækisins OZ kynntu í gær nýjustu afurð sína. Um er að ræða svokallaða krítartöflu sem forstjóri OZ telur að muni gjörbylta samskiptamáta fólks.

"..það eina sem maður þarf er þessi litla, svarta tafla og svo svona lítil, hvít krít. Svo ef manni dettur eitthvað sniðugt í hug þá er hægt að skrifa með krítinni á töfluna - hvað sem er - og sýna næsta manni."

Verkefnið hefur verið í þróun í nokkur ár og er afrakstur þrotlausrar vinnu OZ fyrir símarisann Ericson. Gert er ráð fyrir að taflan komi á markað fljótlega og þá með meðfylgjandi mislitri krít.

Krónur

Nú fer hver að verða síðastur að trygga sér krónurnar vinsælu, síðasta prentun á þrotum, aðeins er vona á einni til viðbótar.

Seðlabankinn – meira og minna í hálfa öld.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: