Alfons Alfonsson, maskúlínisti og vöruteljari, sýnir stuðning sinn sannarlega í verki á 'Bleika deginum' svokallaða.
Mætti hann til vinnu í morgun með bleika hárkollu, íklæddur bleikum 'Hello kitty' sokkum og fölbleikum nærklæðum (að eigin sögn). Þá hafði hann með sér snældu með lögum úr kvikmyndunum um bleika pardusinn og VHS spólu með hasarmyndinni eftirminnilegu um Bleika kádiljákinn.
Auk þess mætti hann með stækkunargler og bauð samstarfskonum sínum upp á 'fría skoðun', sem þær raunar þáðu ekki.
Krónur
Nú fer hver að verða síðastur að trygga sér krónurnar vinsælu, síðasta prentun á þrotum, aðeins er vona á einni til viðbótar.
Seðlabankinn – meira og minna í hálfa öld.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.