Frétt — Spesi — 11. 3. 2002
Ferðafrelsi Arafats aukið
Arafat hafði setið ansi lengi í herberginu sínu

Ísraelsk yfirvöld hafa aflétt höftum sem þau settu á ferðir Yassers Arafats, leiðtoga Palestínu, og segja að hann sé nú frjáls ferða sinna um íbúð sína. Arafat hefur verið í herkví í herbergi sínu frá því í desember.

“Æi, ég var bara farinn að vorkenna kallgreyinu svo mikið,” sagði Ariel Sharon mannræningi í viðtali við Baggalút. “Það var líka svo gaman á sjá svipinn á honum þegar ég sagði honum þetta, hann ljómaði allur.”

Sharon segir að fyrsta verk Arafats hafi verið að fara á klósettið, enda hafi honum verið “ansi mikið mál. Þetta er honum mjög mikill léttir. Hann getur nú gefið gullfiskunum sínum og vaskað upp og svoleiðis.”

Sharon sagði þó frá því fyrr í dag að Arafat þyrfti ennþá að fá samþykki ísraelskra yfirvalda til að ferðast út í bílskúr.

Kona óskast

hið fyrsta til að deila með þrifalegum karlmanni á fertugsaldri vel einangruðu neðanjarðarbyrgi meðan yfirvofandi heimsendir gengur yfir. Má ekki reykja.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: