Frétt — Enter — 8. 3. 2002
Varð var við anda í kókflösku
Níels varð yfir sig hissa

Níels Tryggvason, lektor í geðtækni, varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í gær. Upp úr kókflösku sem hann hafði með sér í nesti spratt ófrýnilegur andi sem bauð honum þrjár óskir.

"..hann var blár og afar illilegur. Ég hef aldrei lent í þessu áður, en einn félagi minn hefur orðið var við þetta í dönsku Jolly-Cola,"

Andinn var þegar í stað hnepptur í gæsluvarðhald og hefur verið farið fram á framsal hans til Tyrklands, en hann hefur þesslenskt ríkisfang.

Níels hefur vegna anna ekki ákveðið hvort hann fer fram á skaðabætur frá Coca-Cola, en hann var skipaður prófessor við HÍ í morgun.

Getum bætt við okkur

fakírum í hálft starf. Fæði innifalið.
A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: