Lárus Báruson, óháður ráðgjafi og leigubifreiðarstjóri, sagði afar ósmekklegan brandara um ríkisstjórnina á fésbókarsíðu sinni í morgun.
Í brandaranum, sem var í senn afar ósmekklegur en drepfyndinn, komu meðal annars fyrir þau Jóhanna og Steingrímur, hópur bónóbó-apa, Mússólíní, Leoncie, þeyttur jakuxarjómi, skordýraeitur og samkynhneigður veggfóðrari.
Lárus sá að sér, eftir að hafa fengið yfir 12K like og fjarlægði brandarann. Hann setti í staðinn inn sniðuga mynd af sjimpansa að bursta tennurnar.
Til sölu
Vinsælt enskt knattspyrnulið í góðum rekstri. Einnig á sama stað tónlistarhús, óklárað.
Afgreiðsla vísar á
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.