Frétt — Númi Fannsker — 12. 1. 2012
Hóffífill líklega næsti forseti
Næsti forseti Íslands?

Hóffífill (tussilago farfara) er samkvæmt nýrri könnun líklegri til að verða forseti Íslands en allir þeir sem hingað til hafa verið nefndir sem líklegir frambjóðendur.

Baggalútur lét gera könnunina fyrr í vikunni. Úrtakið var 7.000 manns sem svöruðu eftirfarandi spurningu: „Hver telur þú að líklegt sé að verði næsti forseti Íslands?“

6914 nefndu hóffífil, 4 Davíð Oddsson og 2 Labba í Mánum. Aðrir skildu ekki spurninguna eða neituðu að svara.

Víngæðingar athugið

Sprútt, sprútt og meira sprútt!
Valdi sprúttsali

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: