Ríkur kall, sem hagnaðist að sögn kunnugra gríðarlega á því að misnota aðstöðu sína og mergsjúga almenning, hefur orðið uppvís af því að senda svokölluð dóna-SMS að kvöldlagi á meinta óvildarmenn sína.
Smáskilaboðin innihalda klúr- og fúkyrði, svívirðingar og nærgöngular athugasemdir, m.a. um holdafar, kynhneigð, fjárhagsstöðu og framtíðarhorfur.
Ríki kallinn hefur nú verið kærður af einum SMS-þeganum, sem er 8 ára gamall öreigi, námsmaður og frístundabloggari. Sá vill helst ekki láta nafn síns getið en hann kærði þó ríka kallinn m.a. fyrir óþarfa og ítrekaða notkun á uppnefninu Feitur Fatlason.
Belgísk vaffla
fannst á mótum Lækjargötu og Bankastrætis aðfaranótt sunnudags. Eigandi og/eða forráðamaður er vinsamlegast beðinn um að gefa sig fram. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.