Hljómskálinn í Reykjavík, sem fram að opnun Hörpu var eina tónlistarhús Reykjavíkur, hefur brugðist mjög illa við samkeppninni.
Að sögn Hljómskálavarðar hefur húsið látið mjög undarlega undanfarna daga. Rafmagn hefur farið af í tíma og ótíma, lagnir sprungið og undarleg hljóð borist frá honum að næturlagi, ekki ólík sárum hundsgráti.
Er talið að skálinn þjáist af heiftarlegri afbrýðissemi út í Hörpu og mikilli minnimáttarkennd. Hann mun því fá áfallhjálp auk þess sem góðhjartaðir tónlistarmenn munu heimsækja hann reglulega og spila í honum eitt og eitt lag.
Er fólk beðið að sýna skálanum nærgætni og tala alls ekki vel um nýja tónlistarhúsið í næsta nágrenni við hann.
Atvinna óskast
Reyndur fjölmiðlamógúll óskar eftir vinnu við hæfi. Reykir ekki.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.