Ingvi Ingjaldsson, uppfinningamaður og spennufíkill, hyggst fara aftur í tímann til að segja Nei við Icesave samningnum. Hann segist sjá mikið eftir því að hafa valið Já í kosningunum - og vill nú bæta fyrir gjörðir sínar.
Hefur hann í því skyni smíðað litla eins manns tímavél og mun að líkindum leggja í hann síðdegis í dag, ef hann nær að pakka.
Aðspurður um það hvort hann vilji ekki bara skella sér enn aftar í tímann, fyrst hann er að þessu, og koma algerlega í veg fyrir Icesave - kveðst hann ekki vera orðinn alveg nógu mikill „Nei maður“ til þess.
Ryksuguvélmenni
Munið samningsbundinn hvíldartíma yfir hátíðarnar.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.