Endurskoðandi á sextugsaldri hefur viðurkennt að hafa „riðið sig á toppinn“ sem kallað er.
„Þetta voru nokkur 'þrep' sem ég fór í gegnum, aðallega litlir 'greiðar' og 'viðvik', en nokkrum sinnum fór ég 'alla leið' - og sé ekki eftir því,“ segir maðurinn sem nú gegnir stjórnunarstöðu hjá fyrirtækinu sem um ræðir.
Maðurinn segir að hann hafi alltaf vitað nákvæmlega hvað hann vildi, stefnt að ákveðnu marki og ekki fórnað neinu af sjálfsvirðingu sinni á leiðinni - sem sé mikilvægt.
Hann starfar hjá endurskoðunarfyrirtæki eiginkonu sinnar, og er eini starfsmaðurinn fyrir utan hana.
Jarðarbúar athugið
Á þriðjudaginn kl. 17 munum við taka yfir plánetuna ykkar og drepa ykkur öll. Leifar ykkar verða notaðar sem áburður fyrir risastóra tómatinn sem við dýrkum sem guð. - Marsbúarnir
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.