Þingflokkur Vinstri grænna kom saman í gærkvöldi til að lægja ófriðaröldur innan flokksins.
Eftir fundinn sagði Ögmundur Jónasson milli samanbitinna tanna að fundurinn hefði verið jákvæður og góður og eindreginn vilji allra til að finna lausnir á ágreiningsmálum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir bætti við, skjálfandi af geðshræringu, að mikill einhugur væri í hópnum um að þétta raðirnar. Steingrímur J. Sigfússon samsinnti þessu fýlulega, en vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrr en eftir búið væri að gera að sárum hans.
„Svo ödduðum hvert öðru á Facebook og sungum saman grænmetissönginn – það ætti að duga í bili,“ hvæsti Álfheiður Ingadóttir að lokum og skellti á blaðamann.
Víngæðingar athugið
Sprútt, sprútt og meira sprútt!
Valdi sprúttsali
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.