Hjól atvinnulífsins stöðvuðust endanlega í morgun, en þau hafa sem kunnugt er hökt talsvert undanfarið og snúist sífellt hægar með hverjum deginum.
„Ég veit ekki almennilega hvað við eigum að gera núna,“ segir einn tilsjónarmanna hjólanna. „Okkur var bara sagt að þau mættu alls ekki stöðvast – en ekki hvað við ættum að gera næst. Ég veit bara að það er allt pikkfast.“
Áhrifanna er þegar tekið að gæta í atvinnulífinu. Stimpilklukkur eru hættar að virka, sem og kaffivélar og innri netkerfi. Þá hafa um 90 þúsund manns hringt og tilkynnt sig veika í morgun og borið við eymslum í vinstri öxl.
Tölvupóstur!
Tek að mér að bera út tölvupóst fyrir einstaklinga og fyrirtæki. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.