Mikil og almenn ánægja ríkir víða um heim vegna Icesave samninganna svokölluðu, einkum í mörgum ríkjum sem áður voru hluti af breska heimsveldinu.
„Þetta hlýtur að vera fordæmisgefandi,“ segir formaður skilanefndar Nýju Faróagrafanna, sem lengi hefur deilt við Breta um svipaðar greiðslur. Í sama streng tekur talsmaður skilanefndar gambískra þjóðargersema og eins talsmenn skilanefndar Nýju Hong Kong – sem sjá nú loks fram á að ná fullnægjandi samningum og uppgjöri við gömlu herraþjóðina í norðri.
Vantar þig gjaldeyri?
Eigum slatta af erlendri mynt sem fáanleg er gegn vægu gjaldi. Skilyrði er að gjaldeyriskaupendur kafi sjálfir eftir myntinni.
-Þingvallanefnd-
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.