Frétt — Enter — 2. 4. 2009
FME gerir athugasemdir viđ skrif Baggalúts
Starfsmenn FME (athugiđ ađ myndin er ekki sviđsett).

Fjármálaeftirlitiđ bođsendi í dag ritstjórn Baggalúts klaufalega skrifađ bréf á fallegu, lillabláu kisubréfsefni ţar sem fram kemur ađ ţađ hafi til skođunar hugsanleg brot á meiđyrđalöggjöf vegna skrifa ritstjórnar um bankahruniđ.

Eru sérstaklega tilgreind ummćli ţar sem fyrrum stjórnendur bankanna voru sagđir „samviskusnauđir erkikúklabbar og lítilfjörugar meginlandeyđur, međ úldiđ tófuhland í hjartastađ og heila úr gufusođnu hrossatađi“.

Ţá eru vinsamleg tilmćli frá eftirlitinu ađ ritstjórn biđjist afsökunar á ađ hafa kallađ starfsmenn ţess „frámunalega vanhćfa aulabárđa međ höfuđiđ á bólakafi upp í ríkisreknum sílófóninum á sér“.

Skemmst er frá ţví ađ segja ađ ritstjórn tekur nákvćmlega ekkert mark á ţessum barnalegu bréfsendingum FME, enda ekki vön ađ leggja hlustir viđ vćl í sífrandi mömmustrákum.

Til sölu

lítiđ notađ mannorđ. Nokkuđ flekkađ - ţarfnast viđgerđar og hreinsunar.
A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: