Sigvarður Einvarðsson, löggiltur endurskoðandi og farandriddari, sór þess í dag dýran eið að verja nýja minnihlutastjórn gegn „öllum háska, allri vá, veðri, vindum, sjúkdómum, plágum, óvættum og óvildarmönnum, lífs sem liðnum,“ eins og segir m.a. í eiðnum, sem alls tók tvær klukkustundir í flutningi.
Í staðinn fyrir þessa óeigingjörnu aðstoð sína vill Sigvarður að stjórnin gangi að þremur kröfum: Að hann fái frítt fæði í mötuneyti þingsins, frátekið stæði í bílakjallara Alþingi fyrir hestinn Steingrím IV og loks að ævilöngu nálgunarbanni sem Landssamband Framsóknarkvenna fékk dæmt á hann verði aflétt.
Gott í jólamatinn!
Tvíreykt auðmannalæri af nýslátruðu!
Einnig: útrásarfillet, skuldunautahakk, súrsaðir gróðapungar og margt fleira.
Stúdíó Kjöt
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.