Frétt — Númi Fannsker — 6. 1. 2009
Augnlinsa Jóhanns fundin
Sæmundur með linsuna. Hann hefur þegar tekið við fundarlaunum sem lofað var á sínum tíma; 39 krónum og fallegri áritaðri ljósmynd af Jóhanni Svarfdælingi.

Augnlinsa Jóhanns Svarfdælings, eða Jóhanns risa eins og hann er gjarnan kallaður - fannst í morgun eftir langa og stranga leit.

Jóhann týndi linsunni snemma árs 1948 þegar hann var á sýningarferðalagi um Austfirði með danska dvergnum Berthel og konunni hans; hinni skeggjuðu Lenu Sörensen.

Það var Sæmundur Guðmundsson, endurskoðandi, sem fann linsuna í tapað-fundið-skúffu hótels Fellshólma á Vopnafirði.

Atvinna óskast

Miðaldra maður óskar eftir atvinnu við afgreiðslustörf, ljónatamningar eða innheimtu. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: