Frétt — Enter — 2. 12. 2008
Sannur gleđigjafi á ađventunni
Hér sést sýslumađur veita gjaldţrota tólf barna föđur viđurkenningu fyrir „jólagjaldţrot dagsins“. Eru ţeir báđir mikil jólabörn.

Allir leggjast nú á eitt í jólamánuđinum viđ ađ létta andrúmsloftiđ í ţjóđfélaginu. Sýslumađurinn í Reykjavík hefur nú tekiđ upp á ţví ađ verđlauna fyrirtćki og einstaklinga međ fallega myndskreyttu jólakorti, sem sýslumađur föndrar sjálfur.

Eru vinningshafar dregnir af handahófi úr lista yfir ţrotabú og fá ţeir um leiđ lítiđ viđurkenningarskjal međ fallegri mynd af jesúbarninu og jólasveininum – og nafnbótina „jólagjaldţrot dagsins“.

Siđprúđ stúlka

getur fengiđ ljetta vinnu viđ húsverk á góđu heimili. Góđ dönskukunnátta áskilin. Sjúklega hátt kaup.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: