Frétt — Spesi — 1. 9. 2006
Útlægur frá Svíþjóð
Hasse bjóst við góðum móttökum Norðmanna, enda er hann mikill aðdáandi Mortens Harket.

Hasse Blom­kvist, Svíi, hefur verið gerður út­lægur frá landi sínu vegna land­ráðs. Er ástæðan sögð „niðr­andi og sví­virði­leg um­mæli um menn­ingu og sögu Sví­þjóð­ar“ og er hann þannig talinn hafa „reynt að grafa undan stoðum stjórn­kerfis lands­ins og til­vist þess sem sjálf­stæðs ríkis,“ eins og segir í dóms­skjölum.

Upp­tök málsins má rekja til orða sem Hasse lét falla í sam­kvæmi að honum þætti bækur Astrid Lind­gren „bara ekkert spes, þannig...“ Mikið upp­nám varð í veisl­unni í kjöl­farið og þurftu margir gesta að leita sér áfalla­hjálpar.

Var Hasse um­svifa­laust hand­tekinn og fluttur fyrir dómara, sem svipti hann ríkis­borgara­rétti og lét flytja hann að landa­mærum Noregs og Sví­þjóðar.

Atvinna óskast

Doktor í Egyptafræðum óskar eftir þægilegri innivinnu. Eða útivinnu. a.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: