Frétt — Enter — 4. 1. 2002
Pavarotti opnar söngskóla í Búðardal
Pavarotti er ekki par hrifinn af íslenskum söngvurum

Poppstjarnan góðkunna, Luigiano Pavarotti, tilkynnti í dag að hann hygðist setjast í helgan stein og flytjast til Íslands. Hann sagðist vilja láta eitthvað gott af sér leiða og hefði því ákveðið að helga líf sitt söngkennslu héðan í frá.

"Ísland kom strax upp í hugann," sagði Pavarotti í stuttu spjalli við Baggalút, "..mér er enn minnistætt þegar ég heyrði fyrst í íslenskum söngvara, það var hræðilegt - Mr. Johanos minnir mig hann hafi heitið. Þið eigið það skilið að einhver kenni ykkur söng."

Íslenska ríkisstjórnin ætlar að taka vel á móti stórsöngvaranum, og hefur ákveðið að úthluta honum Búðardal til einkanota, en það er lítið notað kauptún á landsbyggðinni.

Fangar

Ekki eyða tímanum til einskis.

Skemmtileg námskeið að hefjast í viðskiptafræði, efnafræði, lásasmíði og bókfærslu.

Endurmenntastofnun.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: