Þessa dagana stendur yfir út- og rýmingarsala í Kattholti. Að sögn verslunarstjóra Kattholts veitti ekki af að rýma til fyrir nýjum dýrum:
Já - þetta er aðallega gamall lager sem við erum að losa okkur við, haustlínan frá því í fyrra og jafnvel eldra. Nú eigum við von á mjög stórri sendingu fyrir helgina og þurfum hreinlega að losa okkur við þetta gamla dót.
Fjölmenni var í Kattholti þegar blaðamaður Baggalúts leit þar við í dag og margir gerðu góð kaup; t.a.m. keypti ljósmyndari Baggalúts fallega persneska mottu á mjög góðu verði.
Miðaldra marbendill
óskar eftir að leigja herbergi á Höfuðborgarsvæðinu. Skilvísum greiðslum heitið. Þarf að hafa gott aðgengi að baði.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.