Frétt — Enter — 9. 9. 2005
Byltingarkennd margmiđlunarvél
Freyr međ vélina, sem fćst enn sem komiđ er ađeins án heyrnartóla og í einum lit.

Freyr Freysson, uppfinningamađur hefur hannađ og smíđađ nýja og fullkomna alhliđa margmiđlunarvél sem hann hyggst setja á markađ til höfuđs „ípóđum, farsímildum, tölvuspilum og ţesslags rusli.“

„Ţetta er hámóđins grćja sko,“ sagđi Freyr alluppveđrađur í spjalli viđ Baggalút. „Nema hvađ ađ hún er sko ekkert helvítis diddital neitt. Mín vél tekur bara viđ alvöru gögnum, ekki einhverju ópersónulegu stafrćnu rusli sem enginn getur séđ eđa káfađ á. Viđ erum ađ tala hérna um vínil! viđ erum ađ tala um pappír - og viđ erum ađ tala um filmu! Alvöru stöff!“

Freyr segir tćki sitt geta geymt allt ađ 40 ljósmyndaalbúmum, annađ eins af vídeóspólum og „allavega 142 hljómplötum og 37 snćldum,“ eins og ţađ var orđađ. Tćkiđ kemst međ góđu móti fyrir í venjulegum bílskúr og ţađ má hćglega draga á eftir bíl ef veđur er skaplegt.

Freyr stefnir á fjöldaframleiđslu tćkisins og reiknar međ ađ ná ađ smíđa „allavega fjögur til viđbótar, ţó ekki í sama lit“ fyrir áriđ 2015.

Tapađ fundiđ

Meydómur tapađist á horni Snorrabrautar og Hverfisgötu miđvikudagskvöldiđ 4. október. Fundarlaun.
A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: