Samræmt stúdentspróf í íslensku var haldið í morgun í þriðja sinn. Áhyggjuefni þykir hversu mikill fjöldi stúdentsefna skrifuðu eingöngu nafn sitt á prófið, en þykir það til marks um síminnkandi námsgetu og greind framhaldsskólanema.
Fulltrúar nemenda halda því fram að hér sé um að ræða mótmælaaðgerðir gegn þessu nýja fyrirkomulagi, en samkvæmt heimildamönnum Baggalúts er það eingöngu gert til að hylma yfir með hningnandi námsgetu fólks á framhaldsskólastigi.
Á morgun verður haldið fyrsta samræmda stúdentsprófið í ensku og verður spennandi að sjá hversu margir ráða við það verkefni að skrifa nafn sitt á öðru tungumáli.
Rúm
fjórvítt, fæst gefins. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.