Frétt — Enter — 24. 2. 2005
Sagði ljótan hlut um landsbyggðina
Ingi var nýbúinn með velheppnaðan Pólverjabrandara þegar ósköpin dundu yfir.

Ingi Einarsson, nuddari, sagði ákaflega ljótan hlut um Fáskrúðsfirðinga á síðbúinni Bolludagsgleði nudd- og tattúfélags Garðabæjar í gærkvöldi.

Ekki er hægt að hafa orð Inga eftir hér, en hægt er að upplýsa að það tengdist afar grófum útúrsnúningi á nafni bæjarfélagsins auk þess sem hann kallaði íbúa staðarins, auk nærliggjandi sveitarfélaga, afar ljótu uppnefni sem gerði á sérlega ósmekklegan hátt lítið úr gáfnafari þeirra og í raun hlutverki þeirra í þróunarsögunni almennt.

Ingi var tafarlaust rekinn heim af samkomunni og hann sviptur nuddleyfi sínu. Þá var honum gert að ganga heim til allra íbúa á Austurlandi, núverandi sem brottfluttra og biðja þá formlega afsökunar á orðum sínum. Að því loknu mun hann svo gangast undir hefðbundna tjörgun og fiðrun - og að endingu væga stjaksetningu síðdegis á morgun.

Til sölu

Til sölu mikið magn ónotaðra náttúrupassa.
a.v.á.

Lesbók19. 7. 2018 — Enter

Ég sé að full­hátt­virtur forseti hins háa Al­þingis er með eitthvað bakkaklór eftir ömurð­ar­veisluna sem hann hélt á Völl­unum að við­stöddu fá­menni í gær.

„Forseti Al­þingis harmar að heim­sókn danska þing­forsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðar­höldin og leyfir sér að trúa því að það sé minni­hluta­sjónar­mið að við­­eigandi sé að sýna danska þing­­for­setanum óvirð­ingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóð­þingsins og dönsku þjóðar­innar.“ — segir forseti.

Ég mót­mæli herra forseti.

Þessi van­hugsaða og alls óvel­komna heim­sókn var hreint ekki „notuð“ til að varpa skugga á fjöl­milljóna­partíið þitt. Heiðurs­gesturinn flótta­legi sá alveg sjálfur um að varpa sínum skoðana­myrka skugga á hátíða­höldin og eyði­leggja þau gersam­lega.

Það eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirðingu með því að senda þessa út­dönkuðu rasista­píu hingað — og skömmin er þeirra að púkka upp á hana sem þing­forseta yfir­höfuð.

Það er nefni­lega míkró­minni­hluta­sjónar­mið að halda að það sé í lagi að dubba upp rauð­klædda rasista og leiða til hásætis á hátíðar­þing­fundi á sjálfu Lög­bergi. Og það að gera lítið úr gagn­rýni á þetta skipulags­slys er ekkert annað ómerki­legt yfir­klór og eftirá­mjálm.

Svo eiga menn bara að drullu­fruss­fretast til að biðjast af­sökunar á klúðrinu í stað þess að barma sér undan eðli­legum við­brögðum við þessum skammar­lega undir­lægju– og druslu­gungu­hætti.

Góðar stundir.

 
§ Spiladós




§ Nýjustu fréttir: