Stúlknasveitin Nylon mætti öllum að óvörum í Kringluna í morgun og kláraði allt nammi sem þar var í boði fyrir syngjandi börn í tilefni öskudags - alls um 1700 kg. Að því loknu endurtóku þær leikinn í Smáralind, Glæsibæ, Mjódd og á Laugavegi.
"Þær sungu bara svo hryllilega vel miðað við hin börnin," sagði verslunarrekandi í Kringlunni í samtali við Baggalút. "Ég réði bara ekki við mig og gaf þeim bara allt draslið - 17 kíló af lakkrís, 350 karamellur, 123 sleikibrjóstsykra, 19 snakkpoka og 34 lítra af appelsíni".
Aðrir verslanarekendur höfðu svipaða sögu að segja og hefur komið til tals innan félags stórkaupmanna að neita atvinnusöngvurum um aðgang að verslunarmiðstöðvum á öskudag í framtíðinni.
Til sölu
Úlfskinns-loðkápa (pels), notuð en í góðu standi. Verð 500 krónur. Ómissandi fyrir þann sem ferðast mikið á vetrum.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.