Frétt — Kaktuz — 5. 11. 2004
Peysumódel í stól borgarstjóra?
Dagur á fosíđu tímaritsins 'Lopi og Band'

Liđsmenn R-listans svokallađa leita nú logandi ljósi ađ eftirmanni Ţórólfs Árnasonar borgarstjóra en hann hefur átt undir högg ađ sćkja síđustu daga eftir ađ upp komst um ţátt hans í samráđi olíufélagana.

Illa gengur ađ finna frambćrilegan einstakling í embćttiđ enda dapurlegt úrval af leiđtogum í flokkunum ţremur sem standa ađ listanum. Eftir mikla leit eru margir ţó farnir ađ hallast ađ ţví ađ tefla fram Degi B. Eggertz sem hefur starfađ ađ málefnum Borgarinnar međfram ţví ađ sinna ađalstarfi sínu sem sýningardrengur, en hann hefur náđ töluverđum frama sem slíkur undanfarin misseri.

Dagur, sem sérhćfir sig í ađ sitja fyrir í peysum, kvađst í stuttu samtali stoltur af ţví ađ vera nefndur í ţessu sambandi en taldi erfitt fyrir sig ađ helga sig alfariđ Borginni ţví ađ „kasmírin vćri sín sanna ást.“

Hvítţvottur

Nćrđu ekki blóđi hinna saklausu úr jakkafötunum? Láttu okkur um ađ hvítţvo mannorđ ţitt.

Ţvottahús Ming Li Fu

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
Nýjustu fréttir: