„Það var bara kominn tími á að endurnýja,“ sagði Garðar Þorsteinsson flugbílahönnuður, sem í gær fékk senda spánnýja móður sem hann pantaði gegnum Internetið. „Sú gamla var orðin voða slöpp, hálfblind og farin að gleyma að elda og þrífa og svoleiðis. Þannig að ég gaf hana bara til Rauða Krossins og skellti mér á Netið.“
Nýju móðurina fékk Garðar lítið notaða gegnum þýska mæðramiðlun á eBay í skiptum fyrir heildarsafn Viggóbókanna á íslensku - nema auðvitað Viggó - vikadrengur hjá val „sem er náttúrulega það mikið raritet að ég þyrfti að vera eitthvað bilaður til að láta það frá mér,“ eins og hann orðar það sjálfur.
Freðýsa
Sigin og feit freðýsa til sölu. Á sama stað einnig golþorskur. Fiskbúð Fiskmundar.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.