Grunur leikur á að nýjasti íbúi Húsdýragarðsins í Laugardal sé falsaður. Gripurinn er zebrahestur sem borgarfulltrúar festu kaup á í utanlandsferð síðastliðið sumar. Glöggir menn hafa þó bent á að hesturinn minni töluvert á nautgrip af Brahman kyni. Aðspurður sagði Helgi Hjörvar borgarfulltrúi, sem hafði milligöngu um kaupin "..ég sé nú ekkert óeðlilegt við hann Dengsa...", en það nafn hlaut dýrið til heiðurs æskuvini Helga.
Spennandi ferðir
á slóðir Tamíltígra í Sri lanka í október. Örfá sæti laus.
Lúdóferðir
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.