Í gær tók nýkjörin landsstjórn Færeyja formlega við völdum. Við tilefnið stigu hinir nýkrýndu ráðherrar hinn forna 'dansur grindarinar' en það er samkvæmt færeyskum 'lagabólkum' forsenda þess að hinir kjörnu fulltrúar geti tekið við stjórnartaumunum. Dansinn, sem táknar árlegar grindhvalavöður, þykir einkar glæsilegur og erótískur - og ríkti mikil gleði í Þórshöfn vegna athafnarinnar.
Nýja stjórnin þykir nokkuð herská og búast íslenskir ráðamenn við harðnandi deilum við granna okkar á næstu misserum.
Vert er að geta þess að eitt aðal loforð þeirra flokka sem nú ráða eyjunum var '..vatnur og elektro til hverjum Færeyings'. Erfitt er að sjá að það geti gerst án landvinninga á suðausturhluta Íslands.
Lítið fjölleikahús
staðsett úti á landi óskar eftir að ráða þrjá dverga, lifandi fallbyssukúlu, skeggjaða konu og ljónatemjara. Gott kaup.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.