Héraðsfréttablaðið Víkurfréttir neyddist á dögunum til að henda út af vef sínum nokkrum spjallþráðum þar sem borið hafði á rætnum umræðum og níði. Er mögulegt að blaðið geti talist ábyrgt fyrir umræðunum sem fara fram á spjallborðinu og var því gripið til þessara aðgerða.
Nú hafa kaffihúsaeigendur í Reykjavík ákveðið að taka í sama streng, enda teljist þeir einnig ábyrgir fyrir framferði gesta sinna.
"Það hefur nokkuð borið á baktali, rætnum umræðum og níði meðal gesta okkar," segir Pétur Brekason eigandi Snjalla apans. "Við höfum því neyðst til að henda þeim borðum þar sem slíkt hefur átt sér stað."
Pétur segir þetta afar bagalegt, þar sem lítið sé nú eftir af borðum á kaffihúsinu og því sé hægt að sinna stöðugt færri gestum.
Mannætur athugið!
Námskeiðið: „hættið að naga neglurnar á þremur dögum“ hefst á nýjan leik í þessum mánuði. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
FÍM
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.