Hinn þekkti talnaspekingur, Marínó Ólafsson hefur vakið nokkra athygli í gegnum tíðina fyrir góðan spárangur. Nú hefur Marínó birt spá fyrir árið sem var að ganga í garð og kennir þar margra grasa.
Meðal annars eru þar settar fram tilgátur um hlýnandi veðurfar og hækkandi sól með vorinu, stórmót í knattspyrnu og þá telur hann nokkrar líkur á jarðhræringum á árinu. Það sem vekur þó mesta athygli er djarfur spádómur um að árið 2004 verði hlaupár.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Marínó spáir hlaupári en hann lék sama leik fyrir fjórum árum og þá rættist spáin. Svo er bara að bíða og sjá hvað gerist þann 29. febrúar.
Víkingar!
Nokkrir hressir víkingar óskast í fyrirhugað strandhögg við England og Frakkland í nóvember. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.