"Það er rétt, við ákváðum að splæsa á okkur svona apparati, ekki það að það sé neitt "betra" en þetta á eftir að auðvelda okkur lífið eitthvað, ekki það að þetta verði neinn letigarður sko," sagði Már Gautason, bókhaldari hjá ríkisbókhaldi. Ríkisféhirðir hefur ákveðið að tölvuvæða bókhald sitt frá og með næstu áramótum og hefur í þeim tilgangi fest kaup á þar til gerðri tölvu.
"Þetta eru orðnar svo svakalegar upphæðir að gömlu reiknivélarnar eru farnar að hiksta aðeins á þessu, ekki það að maður sé eitthvað slappur í hugarreikningi, en það má alltaf prófa eitthvað nýtt - ekki það að gömlu góðu reiknistokkarnir séu ekki full brúklegir," bætti Már við og tók til við að afgreiða kröfur frá 1994.
Til sölu
Rauður kafbátur. 20 manna. Ekinn 18.000 sjómílur. A.v.á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.