Frétt — Herbert H. Fritzherbert — 4. 12. 2001
Íslensk Erfđagreining einangrar XD geniđ
‘Bláa geniđ’ svonefnda sést greinilega fyrir miđri mynd.

Fréttastofu Baggalúts var rétt í ţessu ađ berast tilkynning frá Íslenskri Erfđagreiningu ţess efnis ađ starfsfólki fyrirtćkisins hefđi tekist ađ einangra erfđavísi sem tengist XD sjúkdómnum svokallađa. Einkenni sjúkdómsins koma einungis fram á kjördegi og lýsa sér í ţví ađ sjúklingurinn kýs Sjálfstćđisflokkinn ósjálfrátt. Sjúkdómurinn leggst einna helst á skođanalaust fólk og virđist einnig vera nokkuđ svćđisbundinn. XD var lengi framan af talinn smitsjúkdómur, enda virtist hann leggja undir sig heilu byggđirnar. Fróđmar Hagalín, prófessor hjá Í.E., bendir ţó á ađ slíkt gćti allt eins orsakast af innrćktun. Ţrátt fyrir ađ ţessi ćttgengi sjúkdómur ţekkist einungis hér á landi verđur ţetta ađ teljast tímamótaárangur og mikill léttir fyrir ţćr fjölskyldur sem sjúkdómurinn hefur lagst á. Kári Stefánsson, upplýsingrafulltrúi Í.E., varar ţó viđ of mikilli bjartsýni. “Ţó svo ađ okkur hafi tekist ađ einangra geniđ, gćtu liđiđ nokkur kjörtímabil áđur en ţeir verst höldnu geta fariđ ađ kjósa rétt”.

Nýjung á Íslandi

Tek ađ mér ađ svíkja aleiguna út úr grunlausu fólki. Áratuga reynsla!
Áhugasamir sendi svör sín til afgreiđslu Baggalúts, merkt ÓBÓ-3112.

Lesbók19. 7. 2018 — Enter

Ég sé ađ full­hátt­virtur forseti hins háa Al­ţingis er međ eitthvađ bakkaklór eftir ömurđ­ar­veisluna sem hann hélt á Völl­unum ađ viđ­stöddu fá­menni í gćr.

„Forseti Al­ţingis harmar ađ heim­sókn danska ţing­forsetans hafi veriđ notuđ til ađ varpa skugga á hátíđar­höldin og leyfir sér ađ trúa ţví ađ ţađ sé minni­hluta­sjónar­miđ ađ viđ­­eigandi sé ađ sýna danska ţing­­for­setanum óvirđ­ingu ţegar hann sćkir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Ţjóđ­ţingsins og dönsku ţjóđar­innar.“ — segir forseti.

Ég mót­mćli herra forseti.

Ţessi van­hugsađa og alls óvel­komna heim­sókn var hreint ekki „notuđ“ til ađ varpa skugga á fjöl­milljóna­partíiđ ţitt. Heiđurs­gesturinn flótta­legi sá alveg sjálfur um ađ varpa sínum skođana­myrka skugga á hátíđa­höldin og eyđi­leggja ţau gersam­lega.

Ţađ eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirđingu međ ţví ađ senda ţessa út­dönkuđu rasista­píu hingađ — og skömmin er ţeirra ađ púkka upp á hana sem ţing­forseta yfir­höfuđ.

Ţađ er nefni­lega míkró­minni­hluta­sjónar­miđ ađ halda ađ ţađ sé í lagi ađ dubba upp rauđ­klćdda rasista og leiđa til hásćtis á hátíđar­ţing­fundi á sjálfu Lög­bergi. Og ţađ ađ gera lítiđ úr gagn­rýni á ţetta skipulags­slys er ekkert annađ ómerki­legt yfir­klór og eftirá­mjálm.

Svo eiga menn bara ađ drullu­fruss­fretast til ađ biđjast af­sökunar á klúđrinu í stađ ţess ađ barma sér undan eđli­legum viđ­brögđum viđ ţessum skammar­lega undir­lćgju– og druslu­gungu­hćtti.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: