Frétt — Númi Fannsker — 4. 12. 2003
Pissađi á sig af hrifningu yfir jólalagi Baggalúts
Geir var nokkuđ eftir sig, enda yfir sig hrifinn af jólalagi Baggalúts

Geir Geirsson, leigubílstjóri, pissađi á sig í dag ţegar hann fyrir tilviljun heyrđi jólalag Baggalúts leikiđ í útvarpinu.

Atvikiđ varđ ţar sem Geir var staddur á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar og hreif lagiđ hann svo mjög ađ hann náđi ekki ađ slökkva á laginu fyrr en hann hafđi misst í buxurnar.

"Jú, ţetta kom fyrir mig líka ţegar ég heyrđi stuđningslag Baggalúts fyrr á árinu, nema ţá var ég staddur í kaffibođi hjá tengdamóđur minni. Ég er bara svo ofbođslega hrifnćmur ţegar kemur ađ ódauđlegri músík eins og ţessari", sagđi Geir í samtali viđ Baggalút.

Kona óskast

á skuttogara. Ţarf ađ vera ţolgóđ og útsjónarsöm.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: