Frétt — Enter — 18. 11. 2003
Vala Matt í samstarf viđ skattrannsóknastjóra
Vala ćtlar aldeilis ađ ţjarma ađ Baugsveldinu

Innanhússpekúlantinn og mannvinurinn Valgerđur Matthíasdóttir hefur gert samning viđ lögregluyfirvöld og skattrannsóknastjóra um samstarf viđ gerđ ţáttanna 'Innlit-Útlit'.

"..ţetta verđur fjögurra ţátta sería um Baug," sagđi Vala skćlbrosandi og óţarflega hress í samtali viđ Baggalút. "..viđ förum heim til Jóns Ásgeirs, á skrifstofuna hans og vonandi á skútuna - hún er alveg brilljant!"

Valgerđur reiknar međ ţví ađ ţćttirnir verđi mjög spennandi, enda fái hún tćkifćri til ađ hnýsast enn nánar í einkalíf fólks en áđur - auk ţess telur hún 'ćđislega jákvćtt' ađ starfa međ lögreglunni og fá ţannig tćkifćri til "..ađ vinna međ alvöru karlmönnum svona einu sinni."

Lifandi fallbyssukúla

(fjárhagslega sjálfstćđ) óskar eftir ađ kynnast reyklausum síamstvíburum, helst kvenkyns. Međ nánari kynni í huga. Afgreiđsla vísar á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Ţađ er sérlega ánćgjulegt ađ taka viđ viđurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og ţar međ hluti af ţeim 2% fyrirtćkja sem geta státađ af slíkum árangri. Ljóst er ađ yfirgnćfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá ţví ađ vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mćttu ţau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtćki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrćkurnar.

Ţađ eru tíu lykilatriđi atriđi sem hafa komiđ Baggalúti á ţennan eftirsóknarverđa stađ, sem rétt er ađ deila međ áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viđvera
  • Ekkert húsnćđi
  • Engin ţjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhćtta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtćki gćfu til ađ fylgja fordćmi okkar er ljóst ađ íslenskur fyrirtćkjamarkađur yrđi skjótt heilbrigđari og nćđi undraskjótt ađ skipa sér í fremstu röđ í heiminum. En til ţess er lítil von, međan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhćfar, ákvarđanafćlnar gungur međ allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góđar stundir.

 
§ Spiladós
§ Nýjustu fréttir: