Frétt — Spesi — 17. 9. 2003
Símapinn tekinn í notkun
Símapanum fylgir innbyggður handfrjáls búnaður

Ný kynslóð farsíma leit dagsins ljós við hátíðlega athöfn á Hlemmi í morgun. Er hér um að ræða hugarfóstur Geirs Freybertssonar, en hann hefur löngum haft litla trú á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í farsímatækninni hingað til.

"Þetta er í raun náttúrulegur farsími, svokallaður símapi," sagði Geir í viðtali við Baggalút. "Tæknin gengur út á að í stað þess að notaðar séu örbylgjur (sem mér finnast heldur ótrúverðugar) er apaungi látinn bera skilaboðin milli fólks."

Geir fékk fyrstu apaungana afhenta í morgun, en þeir voru talþjálfaðir í Perú. Af þeim sökum tala þeir einungis spænsku "...en það er nú lítil fórn að læra smá spænsku þegar maður getur nýtt sér svona glæsilega tækni fyrir vikið!"

Þá ráðleggur Geir fólki að skipta reglulega um apa, þar sem þeir verði óþægilegri í notkun þegar þeir eldast og stækka, enda sé hér um að ræða simpansa-unga.

Kona óskast

á skuttogara. Þarf að vera þolgóð og útsjónarsöm.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: