Frétt — Enter — 23. 5. 2003
Starfsmanni Séð&Heyrt sagt upp störfum!
Starfsfólk blaðsins kemst ekki upp með neitt hálfkák!

Blaðamanni félagsvísindatímaritsins Séð&Heyrt var í dag sagt upp störfum, án fyrirvara.

Aðspurður um ástæður þessa sagði annar ritstjóra blaðsins að gersamlega óþolandi væri þegar starfsfólk virti ítrekað að vettugi grundvallarreglur blaðsins og gerðu þar með lítið úr ritstjórnarstefnu þess.

Blaðamaðurinn var gráti nær þegar Baggalútur náði tali af honum. "..ég meina, mér finnst þetta afar ósanngjarnt, það getur fjandakornið komið fyrir hvern sem er að gleyma að setja upphrópunarmerki á eftir fyrirsögn."

Til sölu

Til sölu fallegur Range Rover, árgerð 2008 ekinn 2km. Skipti á bleiu koma til greina.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: