Séra Tokari Maki sem hefur starfað um árabil sem prestur hér á landi hefur fengið skriflega áminningu frá biskupsstofu.
Sr. Tokari hefur löngum þótt fara ótroðnar slóðir í starfi sínu og hafa verið uppi nokkrar deilur innan þjóðkirkjunnar vegna óhefðbundinna kenninga hans. Tók þó steininn úr nú í páskamessu klerks en þar beitti hann eitruðum slöngum á nýstárlegan hátt við messuhald. Var kirkjugestum gert að handleika dýrin í þeim tilgangi að '..styrkja trú sína og láta líf sitt í hendur hinna æðstu máttarvalda,' eins og einn skelfdur safnaðarmeðlimur komst að orði. Síðan þá hefur 'meðhöndlun drekans' orðið að föstum lið í safnaðarstarfinu.
Sr. Tokari hefur þegar sent biskupsstofu svar þar sem hann neitar að láta af slöngumessunum en skorar hins vegar á Biskup að '..láta af hræsninni, koma í messu til sín og mæta herra sínum'.
Búraútsala
Eigum fyrirliggjandi mikið af búrum í öllum stærðum og gerðum. Einnig byggjar á sanngjörnu verði. Gæludýraverslun Bárðar.
Ég sé að fullháttvirtur forseti hins háa Alþingis er með eitthvað bakkaklór eftir ömurðarveisluna sem hann hélt á Völlunum að viðstöddu fámenni í gær.
„Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin og leyfir sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ — segir forseti.
Ég mótmæli herra forseti.
Þessi vanhugsaða og alls óvelkomna heimsókn var hreint ekki „notuð“ til að varpa skugga á fjölmilljónapartíið þitt. Heiðursgesturinn flóttalegi sá alveg sjálfur um að varpa sínum skoðanamyrka skugga á hátíðahöldin og eyðileggja þau gersamlega.
Það eru miklu fremur Danir sem sýna okkur óvirðingu með því að senda þessa útdönkuðu rasistapíu hingað — og skömmin er þeirra að púkka upp á hana sem þingforseta yfirhöfuð.
Það er nefnilega míkróminnihlutasjónarmið að halda að það sé í lagi að dubba upp rauðklædda rasista og leiða til hásætis á hátíðarþingfundi á sjálfu Lögbergi. Og það að gera lítið úr gagnrýni á þetta skipulagsslys er ekkert annað ómerkilegt yfirklór og eftirámjálm.
Svo eiga menn bara að drullufrussfretast til að biðjast afsökunar á klúðrinu í stað þess að barma sér undan eðlilegum viðbrögðum við þessum skammarlega undirlægju– og druslugunguhætti.
Góðar stundir.