Frétt — Enter — 20. 5. 2003
Candy komin heim
Elínborg telur sig ekki hafa hlotið varanlegan skaða af ferlinum úti.

Það hefur ekki mikið farið fyrir leik- og söngkonunni Elínborgu Brjánsdóttur hér heima, en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum um árabil og hefur notið þar talsverðra vinsælda og öðlast frægð bæði fyrir upptroðslur á sviði og leik í fjölmörgum kvikmyndum.

"..þetta byrjaði nú bara sem hobbý með náminu," sagði Elínborg, betur þekkt sem Candy Busybottom, í upplýsandi símasamtali við Baggalút.

"..svo bara vatt þetta upp á sig og eitt verkefnið leiddi af öðru. Ég var t.d að ljúka við 28 mynda seríu upp úr Íslendingasögunum og eina stóra mynd um ævintýri Fjölnismanna - það er alltaf verið að leita að ferskum hugmyndum í þessum bransa, alltaf pláss fyrir frjóa einstaklinga."

Elínborg er hins vegar hætt að leika í bili og segist alkomin heim. Hún hlakkar til að takast á við störf á nýjum vettvangi, en hún er menntaður heilaskurðlæknir.

Gefins

Ofsalega sætur, kassavaninn Tamíla-Tígur. A.v.á.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: