Herstjórn bandalagsherjanna í Írak tilkynnti í dag að Luay Khayrallaha, máfur Saddams Husseins fyrrum forseta Íraks, hefði verið handtekinn. Luay er bróðir eiginkonu Saddams og mikill vinur Udays, sonar Saddams. Hann kom stundum fram sem fulltrúi stjórnvalda.
Alls hafa þá um 20 fyrrum embættismenn í Írak verið handteknir og stoppaðir upp eftir að stríðinu í Írak lauk.
Smjörklípur
af öllum stærðum, með og án salts. Nást seint og illa úr fatnaði. Afgreiðsla vísar á.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.