Frétt — Myglar — 19. 5. 2003
Birgitta enn komin í vandræði
Kvalalostinn skín úr augum Birgittu

Það er ekki nóg með að laglína Júrovisjónlags Íslendinga í ár sé stolin, heldur virðist sem textinn sé það líka. Allavega sakar dauðarokkssveitin geðþekka, Satan's bathwater, nú höfund textans um grófan ritstuld. "Þetta er alveg sami texti og í laginu okkar, Cut open your heart, af plötunni Eternal superpain," sagði forsprakki sveitarinnar í samtali við Baggalút.
Máli sínu til stuðnings benda liðsmenn Satan's bathwater á hendingar úr lagi Birgittu eins og "like a shadow in the sky", "open your beating heart", og "show me the pain" sem allar eru stolnar.

Til sölu

Nokkrir lítið notaðir verðlaunagripir. Áhugasamir snúi sér til ritstjórnar.

Lesbók22. 10. 2020 — Enter

Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.

Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:


  • Ekkert starfsfólk
  • Engin viðvera
  • Ekkert húsnæði
  • Engin þjónusta
  • Engin gildi
  • Engin frí
  • Engin áhætta
  • Ekkert internetsamband
  • Enginn samningsvilji
  • Engin kaffivél

Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.

Góðar stundir.

 
Nýjustu fréttir: