Það kom fáum á óvart þegar Bush bandaríkjaforseti tilkynnti heimsbyggðinni hvaða harðstjóra bandamenn munu taka úr umferð næst á eftir Saddam Hussein.
"Allir skelfilegustu einræðisherrar sögunnar blikna í samanburði við þessa ófreskju", sagði Bush óvenju sannfærandi og hélt uppi mynd af sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra M.U. Taldi hann fullljóst eftir atburði helgarinnar að alþjóðasamfélagið yrði að stöðva Ferguson áður en allt færi í kaldakol.
Þá telur Bush óásættanlegt að Ferguson beiti blygðunarlaust gereyðingarvopnum á borð við David Beckham og Ruud Van Nistelrooy.
Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti tillögur Bush einróma.
Kynvillingar!
Flottu Spartakusbúningarnir komnir aftur, nú líka í gylltu. Búningaleiga Bidda og Bjössa.
Það er sérlega ánægjulegt að taka við viðurkenningu fyrir hönd Baggalúts fyrir framúrskarandi rekstur samsteypunnar, og þar með hluti af þeim 2% fyrirtækja sem geta státað af slíkum árangri. Ljóst er að yfirgnæfandi hluti íslensks atvinnulífs er í tómu tjóni og órafjarri frá því að vera framúrskarandi á nokkurn hátt. Mættu þau taka Baggalút og önnur almennileg fyrirtæki sér til fyrirmyndar og hysja upp um sig rekstrarbrækurnar.
Það eru tíu lykilatriði atriði sem hafa komið Baggalúti á þennan eftirsóknarverða stað, sem rétt er að deila með áhugasömum:
Beri önnur fyrirtæki gæfu til að fylgja fordæmi okkar er ljóst að íslenskur fyrirtækjamarkaður yrði skjótt heilbrigðari og næði undraskjótt að skipa sér í fremstu röð í heiminum. En til þess er lítil von, meðan íslenskir stjórnendur eru upp til hópa óhæfar, ákvarðanafælnar gungur með allan sinn rekstur á bólakafi uppi í bakraufinni á sér.
Góðar stundir.